Svartar, víðar buxur sem koma fallega útvíðar niður og eru mjög klassískar í útliti. Stílhreinar og henta bæði spari og dags daglega, allt eftir því hvað þú parar við þær. Efnið er létt og þægilegt viðkomu, sniðið leggst alveg að um mjaðmir og skálmarnar koma svo víðar niður og eru nokkuð síðar. Að aftanverðu er rennilás og buxurnar ná hátt upp, mjög klæðilegar. Henta vel við strigaskó eða háa hæla, allt eftir stemningunni!
- Efni: 97% Polýester og 3% Elastane
- Litur: Svartur
- Snið: Ná hátt upp í mitti, síðar skálmar og nokkuð víðar (kemur glæsilega út)
- Stærðir: Nokkuð hefðbundnar stærðir, ef þú notar venjulega stærð Medium ætti M að henta þér í þessum.