Naomi kjóllinn er vægast sagt glæsilegur!
Kjóllinn er í blágrænum lit, gullfallegur og aðsniðinn með "wrap" sniði þar sem hann er tekinn saman til hliðar við mittið, sem myndar háa klauf að framanverðu. Kjóllinn er síðari að aftanverðu og ermarnar eru síðar og aðsniðnar. Léttir herðapúðar eru að innanverðu, sem auðvelt er að fjarlægja ef þess er óskað. Efnið gefur eftir svo kjóllinn fellur vel að en er jafnframt þægilegur. Efnið í kjólnum er létt í sér og kjóllinn klæðilegur. Kjóllinn passar vel við alls kyns tilefni, hvort sem er fyrir árshátíðina, jólin, áramót, partýið, brúðkaupið...eða hvenær sem er!
- Litur: Blágrænn
- Efni 95% Pólyester og 5% Elastane
- Aðsniðinn með klauf að framan
- Teygjanleiki í efninu
- Stærðirnar eru nokkuð hefðbundnar, ef þú notar venjulega stærð M þá ætti M að henta vel
- Tilvalinn fyrir árshátíðina, brúðkaupið, partýið eða annað skemmtilegt.