Mjúkir og þægilegir inniskór sem fá þig til að vilja vera í þeim allan daginn. Faux fur loðið er mjúkt viðkomu og krossast yfir ristina, sem heldur fótunum á sínum stað. Inniskórnir eru opnir við tásvæðið sem loftar vel og gúmmí botninn er sveigjanlegur sem veitir aukin þægindi. Stærðirnar eru í minna lagi, við mælum því með að taka næstu stærð fyrir ofan þína venjulegu stærð. Auðvelt er að smeygja sér í skóna og þeir eru fallegir á fæti.
- Tilvalin gjöf
- Stærðir í minna lagi, taktu næstu fyrir ofan þína venjulegu
- Litur: Svartir
- Botn: Gúmmí
- Gerviloð
- Fallegir á fæti