Gypsy kjóllinn er vægast sagt glæsilegur og tilvalinn fyrir alls kyns tilefni, hvort sem það er brúðkaup, útskrift, árshátíð, afmæli eða annað skemmtilegt framundan...þá hentar hann vel!
Sniðið er einstaklega klæðilegt og efnið gefur eftir svo kjóllinn er mjög þægilegur í að vera. Ermarnar eru stuttar og koma skemmtilega út, mittið er aðsniðið og hálsmálið er -V- laga og krossast að framan. Að framanverðu er klauf sem opnar kjólinn og kjóllinn er síðari að aftanverðu. Beislitað blómamynstrið er litríkt og skemmtilegt og kjóllinn bjartur og sumarlegur.
Frábær valkostur!
- Efni: 95% Pólýester og 5% Elastane
- Stærðir: Fáanlegur í ýmsum stærðum sem eru nokkuð hefðbundnar, ef þú notar venjulega stærð Large ætti L að vera heppileg stærð
- Litríkur og fallegur kjóll
- Beislitað blómamynstur
- Efnið gefur eftir