Virkilega glæsilegur kjóll í wrap sniði sem eru svo sannarlega tilvalinn jóla- og áramótakjóll. Ermarnar eru síðar og léttir herðapúðar eru á innanverðum öxlum sem auðvelt er að fjarlægja sé þess óskað. Wrap sniðið kemur mjög vel út og á hliðinni bindur þú kjólinn saman, með áföstu belti. Kjóllinn er nokkuð opinn að framanverðu sem kemur vel út og kjóllinn er hinn glæsilegasti. Vínrauði liturinn er flottur og nýtur sín mjög vel. Efnið hefur teygju í sér og gefur vel eftir. Þegar þú þarft kjól fyrir sparilegt tilefni, þá er þessi klárlega tilvalinn!
- Litur: Vínrauður
- Wrap snið, þú bindur kjólinn til hliðar
- Opinn að framanverðu
- Efnið gefur eftir