Mögulega hinn fullkomni stutti kjóll! Þessi er vægast sagt glæsilegur og verður eflaust fljótt einn af þínum uppáhalds! Kjóll sem einhvern veginn gengur alltaf, sama hvert tilefnið er. Stuttur og aðsniðinn og fellur fallega að. Efnið gefur smávegis eftir sem skapar mikil þægindi og hálsmálið er klæðilegt. Að aftanverðu er rennilás sem er falinn, sem kemur vel út. Við mælum með þessum, klárlega uppáhald!
-
Gullfallegur og tímalaus
- Margar stærðir
- Efnið gefur eftir
- Klassískur í útliti