Glæsilegur síðkjóll! Þessi fallegi kjóll er með "shine" áferð á efninu, hann er aðsniðinn og með "wrap" sniði þar sem hann er tekinn saman til hliðar við mittið, sem myndar háa klauf að framanverðu. Kjóllinn er síðari að aftanverðu (sem kemur mjög vel út) og ermarnar eru síðar og aðsniðnar. Léttir herðapúðar eru að innanverðu, sem auðvelt er að fjarlægja ef þess er óskað. Efnið gefur eftir svo kjóllinn fellur vel að en er jafnframt þægilegur. Efnið í kjólnum er létt í sér og kjóllinn klæðilegur.
- Efni: 95% Pólýester og 5% Elastane
- Hefðbundnar stærðir
- Efnið gefur örlítið eftir
- Flegið -V- hálsmál
- Shine áferð á efni